Viðfangsefnin eru jákvæðar og neikvæðar tilfinningar, virkni, félagsleg tengsl, núvitund, styrkleikar, þrautseigja, bjartsýni og gildin okkar.
Á námskeiðinu fær fólk tækifæri til að átta sig á hvað það vill fá út úr lífinu og hvaða leiðir eru færar þangað. Hugafarið er að þegar ein leið lokast þá opnast önnur. Þátttakendur fá fræðslu um það sem skiptir mestu máli fyrir vellíðan og þroska samkvæmt rannsóknum. Það eru vegvísar sem hjálpa okkur áfram þann veg sem við viljum fara.
Aðferðum jákvæðrar sálfræði má líkja við verkfæri til að breyta hugarfari og aðstæðum sínum. Námskeiðið getur gefið þér verkfærakistu með raunprófuðum tækjum til að komast á betri stað í lífinu.
Námskeiðið skiptist í sex 1 1/2 klst. lotur með stuttum fyrirlestrum, æfingum og samræðum um efnið. Áhersla er á að þátttakendur skoði sig sjálfa, líf sitt og geri æfingar á milli tíma.
Námskeiðinu er ætlað að efla persónulegan þroska, bæta sjálfsmynd, auka geðheilbrigði, hjálpa í samskiptum, og efla seiglu og von