Forsíða

Hér núna heldur á námskeið ogfyrirlestra, sér um starfsdaga,  veitir markþjálfunarviðtöl  og ráðgjöf.  Áherslan eru á styrkleika sem kenna okkur að þekkja okkur sjálf, núvitund sem snýst um að vera við sjálf og sjálfsvinsemd sem þjálfar fólk í að kunna vel við sig sjálft eins og það raunverulega er.  Allt þetta hjálpar fólki að blómstra í lífi og starfi. 

Starfsemi Hér núna  snýst um að bæta samfélagið með því að hjálpa fólki til sjálfsþroska og betri geðheilsu.

Þekktu sjálfa/n þig, það er hin sanna menntun.

Hér núna, allt

Hér núna  býður upp á námskeið, fyrirlestra, markþjálfun og ráðgjöf í jákvæðri sálfræði sem bæta geðheilsu og hjálpa fólki að blómstra.  

Námskeið:

Nýjusta námskeiðið er Styrkleikar og núvitund í dagsins önn (Meðvituð styrkleikanotkun). Þetta er þýðing á heitinu MBSP (Mindfulness-Based Strength Practice) sem sannreynt er að skilar góðum árangri. Fólk verður til að mynda hamingjusamara, finnur meiri tilgang í lífinu og bætir tengsl sín. Þetta er 8 vikna námskeið. Sérstaða þess er að blanda saman núvitund og persónustyrkleikum, nálgun sem gefur margfaldan árangur.

Styrkleikarnir þínir og Styrkleikarnir okkar (fyrir pör) eru sjálfsþroskanámskeið þar sem áherslan eru á persónulega styrkleika en einnig er kynning á núvitund og sjálfsvinsemd. Námskeiðin henta vel inn á vinnustaði, því rannsóknir sýna að þessir þættir bæta samskipti, heilsu og vellíðan og vinnur þannig gegn kulnun. Tilgangurinn er að veita innsýn í eigin styrkleika og gildi og auka þannig líkur á að blómstra í starfi sem og einkalífi.  Styrkleikanámskeiðin eru fjögur skipti, 2 tíma í senn, kennd á Akranesi og í Reykjavík, á vegum Hér núna, en hvar sem fólk vill þegar fyrirtæki kaupa námskeið.

Blómstrandi þú, fjallar á víðtækari hátt um þá þætti sem stuðla að því að fólk blómstri. Það stendur í 6 vikur, í einn og hálfan tíma í senn og farið er í gildi, styrkleika, núvitund, þrautseigju, von, sjálfsvinsemd, jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. Þetta námskeið getur bæði hentað fyrir uppbyggingu eftir veikindi og sem leið að almennum sjálfsþroska. Tveir kennarar sjá um námskeiðið sem tekur hámark 25 manns. 

Starfsdagar.

Við getum séð um starfsdaga eða komið inn með innlegg hluta úr degi. Fyrirlestur eða stutt námskeið. Starfsdagar eru unnir í samvinnu við vinnustaðinn. Dæmi um stutt námskeið (hálfan dag) eru:

1. Núvitund og sjálfsvinsemd, fræðsla og æfingar
2. Styrkleikar mínir og hópsins, m.a. notuð styrkleikakort
3. Þrautseigja, gildi tilfinninga og bjartsýni
4. Styrkleikamiðuð stjórnun. Ábyrgð stjórnandans á sínum tilfinningum, starfsanda og velferð starfsmanna

Fyrirlestrar

Í boði eru fyrirlestrar (kennslustundir) um góð og slæm áhrif streitu, sjálfsvinsemd, góðvild, leik, flæði og sköpun, núvitund, tilfinningar og samskipti á vinnustað. Væntanlegir eru fyrirlestrar um uppeldi og meira um góða stjórnunarhætti.

Til að fá hugmynd um fyrirlestraefni má lesa pistla Steinu sem fjalla um ýmis áhugaverð sálfræðileg efni. Flestir þeirra hafa áður birst í Skessuhorni (sjá: //skessuhorn.is/adsendar-greinar)

Annað:

Ráðgjöf er hægt að veita bæði einstaklingum sem hafa áhuga á að blómstra og fyrirtækjum sem hafa áhuga á að starfsfólkið blómstri og þar með starfsemin. Einnig getur verið heppilegt að hafa eftirfylgni eftir námskeið ef fólk vill fara nánar eða dýpra í efnið eða bara minna sig á að nota það. 

Markþjálfunarviðtöl henta bæði fyrir vinnustaði sem vilja að starfsfólkið vaxi og þroskist í starfi en einnig henta þau fyrir sjálfsþroska hvers og eins og sem viðbót við námskeiðin.

Markmið fyrirtækisins er að stuðla að því að fólk og samfélag okkar blómstri, námskeið fyrir námskeið. Athugið að til að börnin okkar geti notið uppeldis sem stuðlar að þeirra velferð og blómstrun, fer best á því að við fullorðna fólkið séum betri og þroskaðri. Fyrir hvert og eitt okkar getur leiðin að betri heimi byrjað hvenær sem er til, til dæmis hér og nú.

Fyrirlesarar og námskeiðshaldarar Hér núna

Steinunn Eva er reyndur sálfræðikennari, lýðheilsufræðingur, með sérhæfingu (diplóma á mastersstigi) í jákvæðri sálfræði og  er einnig markþjálfi. Hennar aðaláhugi beinist að því að byggja upp fólk með styrkleikanálgun, aukinni núvitund og markþjálfun. Steinunn er stofnandi Hér núna ehf. Netfang: steina@her-nuna.is

Rakel Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðingur, með meistaragráðu í kynjafræði. Hún hefur lokið diplómanámi á mastersstigi í jákvæðri sálfræði og námi í hugleiðslukennslu frá School of Positive Transformation. Áhugasvið innan jákvæðrar sálfræði er núvitund, styrkleikar og að rækta jákvæðar tilfinningar. Rakel er stofnandi Reislan ráðgjöf. Netfang: rakel@reisla.is

Báðar höfum við mikinn áhuga á því að láta gott af okkur leiða með því að kenna raunprófaðar aðferðir jákvæðrar sálfræði til að auka hamingju og vellíðan fólks í leik og starfi.

Hér núna heldur á námskeið ogfyrirlestra, sér um starfsdaga,  veitir markþjálfunarviðtöl  og ráðgjöf.  Áherslan eru á styrkleika sem kenna okkur að þekkja okkur sjálf, núvitund sem snýst um að vera við sjálf og sjálfsvinsemd sem þjálfar fólk í að kunna vel við sig sjálft eins og það raunverulega er.  Allt þetta hjálpar fólki að blómstra í lífi og starfi. 

Starfsemi Hér núna  snýst um að bæta samfélagið með því að hjálpa fólki til sjálfsþroska og betri geðheilsu.

Þekktu sjálfa/n þig, það er hin sanna menntun.

Pistlar Steinu

Það að lifa MEIRA

er að vera sjálfum sér trú/r, setja mörk og ætla fólki hið besta Muniði eftir sögunni af hjónunum sem fóru að rífast eftir 50 ára friðsamt hjónaband? Orð óx af orði og loks segir konan, “Hvernig getur þú sagt þetta við mig ég sem hef alltaf gefið þér sporðstykkið, uppáhaldið mitt, öll okkar hjónabandsár? Karlinn …

Verum 75% jákvæð

Eitt af því sem ég fæ oft að heyra þegar jákvæð sálfræði berst í tal, er að það sé nú óttaleg vitleysa að allt þurfi að vera jákvætt allan tímann. Þegar ég tek undir það dettur samtalið reyndar fljótt upp fyrir.  Kannski af því fólkið átti von á að ég færi að þrasa um þetta. …

Æfing í þakklæti

Allt sem þú gerir skiptir máli ekki síst það sem þú hugsar. Það er kannski ógnvekjandi tilhugsun því við upplifum oft að stjórna ekki alveg því sem gerist innra með okkur. Raunin er sú að það er hægt að stjórna hugsunum sínum, tilfinningar eru aðeins erfiðari en við getum samt valið hvernig við bregðumst við …

Hafðu samband

Netfang: steina@her-nuna.is

GSM: 00354-893-1562