Forsíða

Hér núna  býður upp á námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf í jákvæðri sálfræði sem bæta geðheilbrigði og hjálpa fólki að blómstra. Áherslur eru á styrkleika sem kenna okkur að þekkja okkur sjálf, núvitund sem snýst um að vera við sjálf, hreinlega vera með sjálfum okkur; og sjálfsvinsemd sem þjálfar fólk í að kunna vel við sig sjálft eins og það raunverulega er. Ef sönn menntun felist í því að þekkja sjálfa sig er Hér núna vissulega menntastofnun.

Hér núna, allt

Hér núna  býður upp á námskeið, fyrirlestra, markþjálfun og ráðgjöf í jákvæðri sálfræði sem bæta geðheilbrigði og hjálpa fólki að blómstra.  

Námskeið sem eru í boði eru sjálfsþroskanámskeið um persónulega styrkleika og sjálfsvinsemd sem sprettur frá núvitund. Tilgangur þeirra er að veita innsýn í eigin styrkleika og gildi og auka þannig líkur á að blómstra í starfi sem einkalífi. Aðaláherslan eru á styrkleika en einnig er kynning á núvitund og sjálfsvinsemd. Námskeiðin henta vel inn á vinnustaði, þar sem rannsóknir sýna að allt ofangreint (núvitund, sjálfsvinsemd og styrkleikavinna) bætir samskipti, heilsu og vellíðan og vinnur þannig gegn kulnun. Grunnnámskeiðið Styrkleikarnir þínir, stendur í fjórar vikur og svo hefst í haust 8 vikna námskeiðið Blómstrandi þú, sem verður kennt frá 25. október til  29. nóvember. 

Ef áhugi er á er hægt að búa til heilsdags-, og hálfsdags-námskeið sem henta sem innlegg í eða uppistaða starfsdags á vinnustöðum. 

Fyrirlestrar fjalla um ýmis efni sem flokkast undir jákvæða sálfræði til dæmis:  sjálfsvinsemd, jákvæð og neikvæð áhrif streitu, góðmennsku, gróskuhugarfar, jákvæða menntun, tilfinningaþroska, uppeldi í anda jákvæðrar sálfræði og núvitund. Fyrirlestrarnir gætu hentað inn á ýmiskonar vinnustaði, eins og þar sem uppeldi og kennsla fer fram, eða þar sem annast er um fólk en ekki síður inn á dæmigerða karlavinnustaði. Til að fá hugmynd um fyrirlestraefni má lesa pistla Steinu sem fjalla um ýmis áhugaverð efni tengd jákvæðri sálfræði. Flestir þeirra hafa áður birst í Skessuhorni (sjá: //skessuhorn.is/adsendar-greinar)

Ráðgjöf er hægt að veita bæði einstaklingum sem hafa áhuga á að blómstra og fyrirtækjum sem hafa áhuga á að starfsfólkið blómstri og þar með starfsemin. Einnig getur verið heppilegt að hafa eftirfylgni eftir námskeið ef fólk vill fara nánar eða dýpra í efnið.

Markþjálfunarviðtöl henta bæði fyrir vinnustaði sem vilja að starfsfólkið þróist og þroskist en einnig henta þau fyrir sjálfsþroska hvers og eins og sem viðbót við námskeiðin.

Markmið fyrirtækisins er að stuðla að því að fólk og samfélag okkar blómstri, námskeið fyrir námskeið, ekki síst til að börnin okkar geti notið uppeldis sem stuðlar að þeirra velferð og blómstrun, því að við fullorðna fólkið erum betri og þroskaðri. Fyrir hvert og eitt okkar getur leiðin að betri heimi byrjað hvenær sem er til, til dæmis hér og nú.

Fyrirlesarar og námskeiðshaldarar Hér núna eru Steinunn Eva Þórðardóttir og Rakel Magnúsdóttir.

Steinunn Eva er reyndur sálfræðikennari, lýðheilsufræðingur, með sérhæfingu (diplóma á mastersstigi) í jákvæðri sálfræði og er í þjálfun sem markþjálfi. Áhugasvið innan jákvæðrar sálfræði er styrkleikar, núvitund og markþjálfun.

Rakel Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands, með meistaragráðu í kynjafræði. Hún hefur einnig lokið diplómanámi á mastersstigi í jákvæðri sálfræði og námi í hugleiðslu- og núvitundarkennslu frá School of Positive Transformation í Bretlandi. Áhugasvið innan jákvæðrar sálfræði eru: Núvitund, styrkleikar og að rækta jákvæðar tilfinningar.

Báðar höfum við mikinn áhuga á því að láta gott af okkur leiða með því að kenna aðferðir jákvæðrar sálfræði til að auka hamingju og vellíðan fólks í leik og starfi.

Hér núna  býður upp á námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf í jákvæðri sálfræði sem bæta geðheilbrigði og hjálpa fólki að blómstra. Áherslur eru á styrkleika sem kenna okkur að þekkja okkur sjálf, núvitund sem snýst um að vera við sjálf, hreinlega vera með sjálfum okkur; og sjálfsvinsemd sem þjálfar fólk í að kunna vel við sig sjálft eins og það raunverulega er. Ef sönn menntun felist í því að þekkja sjálfa sig er Hér núna vissulega menntastofnun.

Pistlar Steinu

Æfing í þakklæti

Allt sem þú gerir skiptir máli ekki síst það sem þú hugsar. Það er kannski ógnvekjandi tilhugsun því við upplifum oft að stjórna ekki alveg því sem gerist innra með okkur. Raunin er sú að það er hægt að stjórna hugsunum sínum, tilfinningar eru aðeins erfiðari en við getum samt valið hvernig við bregðumst við …

Styrkleikarnir þínir

Þú efast kannski stundum um það en þú hefur í alvörunni marga styrkleika. Nánar tiltekið höfum við öll 24 persónustyrkleika eða mannkosti, samkvæmt VIA kenningunni, sem studd er fjölda rannsókna. Það hvernig þeir raðast og blandast er einstakt fyrir hvert okkar og það sem gerir okkur að okkur sjálfum. Þessir eiginleikar eru alþjóðlegir og vel …

Hafðu samband

Netfang: steina@her-nuna.is

GSM: 00354-893-1562