Markþjálfun

Markþjálfun er aðferð þar sem fólk í trúnaðarsamtali við markþjálfann skoðar eitthvað sem það vill breyta eða skilja betur í sínu lífi. Markmiðið er að fólk vaxi og taki framförum, sjái tækifæri og möguleika frekar en stöðnun eða erfiðleika. Marksækjandinn sjálfur velur umræðuefnin og hvert hann vill fara. Markþjálfinn skapar umhverfi fyrir marksækjandann til vaxa, þroskast og læra, með því að hlusta, styðja og hvetja.

Mundu: Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar.

Sjá nánar:  https://www.icficeland.is/ummarkthjalfun