Styrkleikarnir þínir
vinnustofa, fjögur skipti
Námskeið í sjálfsþekkingu, íhugun og sjálfsvinsemd.
Á námskeiðinu lærir þú einkum að þekkja og nýta þér persónulega styrkleika þína og annarra. Sú þjálfun gefur sjálfstraust byggt á raunverulegum styrkleikum þínum sem lyftir geðinu og bætir um leið samskipti við aðra þegar þú kannt að meta þeirra styrkleika.
Styrkleikarnir sem um er rætt eru svonefndir persónustyrkleikar eins og hugrekki, forvitni, góðvild, sanngirni eða lífskraftur. Við höfum öll fjölmarga styrkleika en af þeim eru 1-5 sterkastir og skapa þann karakter sem við höfum. Það að vinna með þeim gerir lífið betra og þig heilbrigðari.
Námskeiðið/vinnustofan skiptist í fjórar 2 klst. lotur með stuttum fyrirlestrum, æfingum og samræðum um efnið. Þátttakendur hjálpast að við að finna styrkleika sína og taka einnig próf til að finna þá. Þeir þjálfast í að greina styrkleika hjá öðrum, læra um ójafnvægi og of-/vannotkun þeirra. Ástunda svolitla núvitund og fræðast um sjálfsvinsemd og gildi.
Námskeiðið eflir persónulegan þroska, eykur geðheilbrigði, hjálpar í samskiptum, og eykur líkur á að blómstra bæði í starfi og einkalífinu sem sá einstaklingur sem þú ert.
Allir þrír þættir námskeiðsins, núvitund, sjálfsvinsemd og styrkleikavinna vinna gegn kulnun í starfi, þunglyndi og kvíða.
Námskeiðin hentar þó ekki síður fólki sem er hamingjusamt og sátt því að allir geta orðið hamingjusamari.
Hamingjan er ótakmörkuð auðlind
Hægt er að sérsníða námskeið eða kynningar að hverjum vinnustað. Nánari upplýsingar og skráning hjá Steinu í síma 893-1562. Einnig á facebooksíðum Hér núna (@hernuna) eða hér á heimasíðunni
Kennari á vinnustofunum er Steinunn Eva Þórðardóttir, stofnandi Hér núna, reyndur sálfræðikennari og ráðgjafi (forvarnir og heilsuefling). Menntun: BA í sálfræði, M.ed., MPH og diplóma á mastersstigi í jákvæðri sálfræði og nú síðast markþjálfun.